Glæsilegt og vel skipulagt raðhús í Los Balcones á Costa Blanca, selt fullbúið með húsgögnum .
Eignin er á tveimur hæðum og býður upp á þrjú rúmgóð svefnherbergi, þrjú fullbúin baðherbergi og bjart, opið eldhús sem tengist notalegu stofurými. Útgengt er á verönd og einnig eru þaksvalir þar sem hægt er að njóta sólarinnar og útsýnisins. Í sameign er snyrtileg sundlaug og eigninn fylgir sérmerkt bílastæði.
Los Balcones er vinsælt íbúðarhverfi á Costa Blanca, rétt sunnan við Torrevieja, sem er þekkt fyrir rólegt andrúmsloft, góða þjónustu og frábæra st aðsetningu. Svæðið býður upp á fjölbreytt úrval verslana, veitingastaða, kaffihús, apótek og annarrar daglegrar þjónustu í göngufæri, auk þess sem stutt er í skóla og heilsugæslu. Náttúruunnendur njóta nálægðar við salt votninn í Torrevieja sem eru þekkt fyrir fallega gönguleiðir . Los Balcones er aðeins örfáar mínútur frá ströndum Miðjarðarhafsins, golfvöllum og miðbæ Torrevieja, með góðar samgöngur og auðvelt aðgengi að Alicante-flugvelli
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um þessa æðislegu eign!