Nýtt í sölu eingöngu hjá Perla Investments: nýjar og fallegar 3 svefnherbergja íbúðir í San Miguel Nýtt í sölu eingöngu hjá Perla Investments
Falleg íbúð í San Miguel, ameð 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og björtu alrými með fullinnréttuðu eldhúsi og bjartri stofu sem gengið er út á frábærar svalir með æðislegu útsýni!
Auk þess verður sameignin mjög glæsileg, á sameiginlegum þaksvölum er flott sundlaug, svæði til að njóta sín í sólinni og sameiginleg grillaðstaða. En þess má geta að San Miguel er staðsett á smá hæð sem gera það að verkum að úr þessum eignum sem og af sameiginlegum þaksvölunum er einstakt útsýni yfir saltvötnin í Torrevieja og yfir nærliggjandi sveitir og bæi.
Einkabílastæði í bílakjallara með pláss fyrir geymslu.
San Miguel er skemmtilegur spænskur bær um 15 mínútur frá ströndinni og næsta bæjarfélag við Orihuela Costa, þar sem er að finna meðal annars La Zenia Boulevard.
Á þessum stað ertu í göngufæri við alla þjónustu, mikið úrval veitingastaða, matvöruverslanir, apótek, barir og kaffihús, heilsugæsla og strætó stoppistöð svo eitthvað sé nefnt.
Auk þess ertu í þægilegri akstursfjarlægð frá 8 golfvöllum, ströndinni, Alicante flugvelli, La Zenia Boulevard, mikilli náttúrufegurð og hinum sögufrægu borgum Cartagena, Alicante og Murcia.
Húsgögn, loftkæling og heimilistæki innifalinn!
Tilbúin til afhendingar!