Þjónusta okkar Þjónusta okkar Þjónusta okkar

Perla Investments Þjónusta okkar

Perla Investments Þjónusta okkar

Perla Investments leggur metnað sinn í framúrskarandi og persónulega þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Við erum til staðar fyrir þig frá fyrsta degi og aðstoðum þig á íslensku við allt er varðar fasteignakaup þín og sjáum til þess að kaup þín verði áreynslulaus og ánægjuleg. Með yfir hálfrar aldar reynslu af fasteignaviðskiptum á Spáni og þrautþjálfað fagfólk sem aðstoðað hefur fjölda landsmanna við að finna draumahúsið, góða fjárfestingu eða sitt annað heimili í sólinni, tryggjum við þér þjónustu sem á engan sinn líka.

Starfsmenn Perla

Við fyrirtækið starfa 6 manns með yfir hálfrar aldar reynslu á sviði fasteignaviðskipta á Spáni. Lögfræðingur, íslenskur menntaður fasteignasali, spænskur löggiltur fasteignasali, spænskufræðingur auk fjöltyngds starfsfólks, hafa það sameiginlega markmið að gera þér kleift að láta drauminn um nýtt líf verða að veruleika. Styrkur og gæði Perla endurspeglast í dag ekki síst á reynslu, fullkomnu tvítyngi, og því að bjóða alltaf upp á bestu lánakjör sem í boði eru.

Eftirþjónusta Eignaumsjón

Þegar þú hefur keypt nýja heimilið þitt, hjálpum við þér að halda því í toppástandi — jafnvel þegar þú ert fjarverandi. Eignaumsjónar þjónustan okkar er hönnuð til að veita þér hugarró og stöðuga, áreiðanlega umönnun.

Þessi þjónusta felur í sér:

  • Loftað er út
  • Verandir og svalir eru smúlaðar
  • Blóm eru vökvuð eftir fyrirmælum eiganda
  • Póstkassi tæmdur og póstur settur inn í hús
  • Og við sendum þér tölvupóst eftir hvert skipti til staðfestingar á að skoðun hafi farið fram og að húsið þitt sé í topp standi
Verðin hjá okkur eru eftirfarandi: 

  • 50€ fyrir einstakar heimsóknir og útköll
  • 50€ á mánuði fyrir "eftirlitssamning" með einni heimsókn í mánuði
  • 90€ á mánuði fyrir "eftirlitssamning" með tveimur heimsóknum í mánuði.

Aðrar þjónustur

Eftir sölu þjónustaÞrif

Við bjóðum upp á þrif fyrir komu og eftir brottför, sérsniðin að stærð og ástandi heimilisins. Hafðu samband fyrir sértilboð.

Eftir sölu þjónustavViðgerðir og endurbætur

Ertu í framkvæmdahug? Við hjálpum þér að finna bestu byggingaraðilana á svæðinu, fá tilboð og erum þér til halds og trausts í gegnum allt ferlið.

Eftir sölu þjónustaHúsfelagsfundir

Við getum komið fram fyrir þína hönd á húsfelagsfundum, greitt atkvæði í samræmi við þínar leiðbeiningar. Þjónustan er í boði gegn föstu gjaldi.

Flutningur & Lögfræðiaðstoð (Ókeypis fyrir viðskiptavini Perla)

Við skiljum hversu krefjandi það getur verið að setjast að í nýju landi. Þess vegna bjóðum við upp á ókeypis aðstoð fyrir viðskiptavini okkar með hvað eina sem viðkemur því að aðlagast í nýja landinu, þar á meðal:

  • Umsóknir um NIE og búsetuleyfi
  • Skráningu heimilisfangs
  • Skráningu barna í skóla
  • Heilbrigðisvottorð og tryggingar
  • Kaup á bíl á Spáni
  • Stuðningur á sjúkrahúsum eða með opinbera þjónustu

Þá er þér velkomið að senda okkur línu á info@perlainvest.com , hringja í okkur á skrifstofutíma í (0034) 96 676 5972 eða bara kíkja á okkur á skrifstofuna og ræða við okkur - þér að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.

Þjónusta Þýðingar og Túlkun

Við bjóðum upp á fjölbreytta þýðingaþjónustu, sem og túlkun frá spænsku yfir á íslensku og öfugt.

Auðveldasta og beinasta leiðin til að fá tilboð er að hafa samband við PERLA INVESTMENTS eða hafa beint samband við Perla Translate, sem mun svara þér fljótlega.

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband. Nánari upplýsingar um þýðingaþjónustuna má finna á vefsíðu Perla Translate:
www.perlatranslate.com

Gjöld:

Almennar Þýðingar:

Íslenska → Spænska
Spænska → Íslenska

Verð á orð: €0.15 til €0.33

Almenn Túlkun:

Íslenska ⇄ Spænska

€50 á klukkustund

+ €50 ferðakostnaður (innan Alicante- og Murcia-svæða)

Hafðu samband við okkur

Framkvæmdir og Endurbætur Gerðu sýn þína að veruleika

Hvort sem þú ert að byggja draumahúsið frá grunni eða endurbæta núverandi eign, þá bjóðum við upp á heildarstuðning í gegnum byggingarferlið. Net okkar af traustum arkitektum, byggingaraðilum og innanhússhönnuðum tryggir hágæða niðurstöður sem eru sniðnar að þínum þörfum og stíl. Við aðstoðum þig með:

  • Verkefnisskipulagningu og kostnaðaráætlanir
  • Leyfi og lögfræði aðstoð
  • Val og eftirlit með verktökum
  • Samráð um innanhúss- og utanhússhönnun
  • Reglulegar uppfærslur og heimsóknir á staðinn til að halda þér upplýstum

Við sjáum um smáatriðin svo þú getir notið ferlisins — og lokaútkomunnar.

Leiga

Perla Holidays býður upp á alhliða leigulausn fyrir fasteignina þína á Spáni — Við veitum þér faglega og óháða ráðgjöf varðandi lagaleg formsatriði er lúta að útleigu eignarinnar þinnar, sjáum um bókanir, þjónustu við gesti og þrif - og þú ert alltaf með yfirsýn yfir leiguna í gegnum aðgang þinn að leigusíðu okkar þannig að þú getur hvernær sem er fylgst með því hvernig eignin þín er að leigjast út, þær dagsetningar sem hún er í útleigu og hverjar leigutekjurnar eru.

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar á tölvupósti info@perlaholidays.com eða á Whatsapp/síma á 0034 633 934 488

Perla Holidays

Fjármögnun

Í samstarfi við leiðandi spænskar bankastofnanir, aðstoðar Perla þig við að fá allt að 70% fjármögnun vegna fasteignakaupa, til allt að 30 ára. Við aðstoðum við allt ferlið - allt frá því að kynna þig fyrir þjónustufulltrúanum þínum og aðstoða þig við stofnun bankareiknings til þess að hafa yfirumsjón með lánaumsókninni þinni og þýðingu skjala - þannig að upplifun þín vegna lánaumsóknarinnar verði þægileg og stresslaus.

Vantar þér aðstoð? Við erum hér fyrir þig

Skrifaðu okkur á info@perlainvest.com, hringdu í okkur í síma (+34) 96 676 5972, eða heimsæktu okkur á skrifstofunni okkar í Villamartín.
Við aðstoðum þig glaðir á þínu tungumáli — án skuldbindingar.

Hafðu samband við okkur
WhatsApp Þarftu aðstoð?