Byggð í miðjarðarhafsstíl í La Heredades sem er rólegt úthverfi í bænum Rojales á Costa Blanca ströndinni.
Húsið er 140m2 að stærð, á 200m2 lóð með 3 svefnherbergjum, 3 baðherbergjum og björtu og rúmgóðu alrými með eldhúsi og stofu með góðri tengingu við útisvæðið. Einnig fylgir eigninni rúmgóðar svalir með einstöku útsýni.
Gæði eignarinnar, staðsetning og nálægð við alla þjónustu gera eignina þína að hinum fullkomna áfangastað hvort sem er til skammtíma eða langtíma dvalar.
Húsið er með yfirbyggðu bílastæði á lóðinni, gólfhita á baðherbergjum, öryggiskerfi og dyrasíma.
Fyrir golfáhugafólkið þá er hinn glæsilegi 18 holu golfvöllur, La Marquesa sem einmitt tilheyrir Rojales aðeins um 3 mínútur frá og að auki eru 8 aðrir 18 holu golfvellir í um 20 mínútna fjarlægð. Fyrir náttúruunnendur eru fjölmargar náttúruperlur allt í kring um bæinn og má þar meðal annars nefna Saltvötnin í Torrevieja og náttúruverndarsvæðið El Recorral þar sem vinsælt er að fara í lautarferð og fylgjast með iðandi fuglalífinu eða skella sér í göngutúr á þeim ótal gönguleiðum á svæðinu. Innan við 10 mín akstur er svo að finna hina 11 kílómetra löngu gullnu strandlengju við Guardamar del Segura sem fengið hefur vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans, auk þess sem Torrevieja er stutt frá. Svo er einnig stutt í verslunarmiðstöðvarnar Habaneras og Zenia Boulevard. Endilega hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um þessa glæsilegu eign
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar!