Byggð í miðjarðarhafsstíl í La Herrada sem er rólegt úthverfi í bænum Los Montesinos á Costa Blanca ströndinni.
Húsið er 117m2 að stærð, á 400m2 lóð með 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og björtu og rúmgóðu alrými með eldhúsi og stofu með góðri tengingu við útisvæðið. Einnig fylgir eigninni rúmgóðar þaksvalir með einstöku útsýni yfir fallega náttúruna í kring.
Gæði eignarinnar, staðsetning og nálægð við alla þjónustu gera eignina þína að hinum fullkomna áfangastað hvort sem er til skammtíma eða langtíma dvalar.
Í innan við 15 mínútna fjarlægð er svo hinn spennandi og alþjóðlega borg Torrevieja, 5 golfvellir, 2 verslunarmiðstöðvar, frábært úrval veitingastaða og kaffihúsa, vatnsrennibrautagarður sem og tvö heimsklassa sjúkrahús og mikið úrval hágæða spænskra sem og alþjóðlegra skóla. Að ógleymdu nýju tónlistarhúsi Torrevieja þar sem að öllu jöfnu má finna fjölbreytt úrval viðburða ár hvert.
Fyrir náttúru unnendur er vinsælt að labba eða hjóla meðfram hinum áður nefndu salt vötnum, sem eru í 15 mínútna göngufæri frá þessari glæsilegu eign, heimili hinna bleiku flamingo fugla og njóta þar fjölbreyttrar og fallegrar náttúru og lífríkis.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar!