Þessi glæsilega eign, upphaflega byggð árið 2017 er 84m2 byggð með 18m2 verönd.
Íbúðablokkin er hugsuð sem nútímalegt Miðjarðarhafsathvarf þar sem lögð er áhersla á rólegt og afslappað andrúmsloft fyrir íbúa. Byggingarstíllinn sameinar hreinan og nútímalegan stíl við hlýjar hefðbundnar miðjarðarhaf venjur og skapar þannig jafnvægi og glæsilegt yfirbragð. Rúmgóðar svalir og vel hönnuð garðsvæði bjóða íbúum upp á rólega staði til slökunar og íhugunar. Sameiginleg rými eru hönnuð með vellíðan í huga, með mjúkri lýsingu, ríkulegum gróðri og sérvöldum svæðum sem stuðla að rólegu og hæglátu andrúmslofti.
Í Lomas de Cabo Roig ertu nálægt allri þjónustu sem hugsast getur, stutt er í matvöruverslanir, apótek og veitingastaði í nærliggjandi þorpum, sem og þá ertu aðeins um 10 mínútur frá hinum fræga Las Colinas Golfvelli. Og fyrir strandunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínúta fjarlægð frá kílómetra löngum breiðum fín sendnum ströndum.
Hafirðu áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, en innan við 8 km radíus er að finna fjóra 18 holu golfvelli, s.s. Villamartin golfvöllinn, Campoamor Real Golf Klúbbinn, Las Ramblas golfvöllinn og Las Colinas völlinn.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign!