Vöndud serhæð í San Miguel de Salinas
Þessi eign er staðsett í bænum San Miguel de Salinas, nánar tiltekið á svæðinu „La Cañada“, sem umlukið er fallegum friðuðum furuskógi, og staðsett á milli golfvallanna Vistabella og Las Colinas í aðeins 5 km fjarlægð frá sjónum.
Þar sem að eignin er mjög rúmgóð bjóðum við einnig upp á möguleikann á því að bæta við þriðja svefnherberginu, kostnaður við það er 7,800 €.
Í sameign er stór garður með fallegum grasflötum, sundlaug með heitum potti og leiksvæði fyrir börn. Í garðinum sem að er u.þ.b. 1735m2 að stærð er mikið af fallegum gróðri, pálmatrjám og suðrænum plöntum.
Þetta er ákjósanlegt hverfi til að njóta þess besta sem Spánn bíður upp á allan ársins hring með fjölskyldunni og vera auk þess nálægt allri þjónustu og afþreyingu.
Hér ertu nálægt allri þjónustu sem hugsast getur, veitingastaðir, súpermarkaðir, almenningssamgöngur o.fl. allt í göngufæri. Auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin skammt frá, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði, að ógleymdir heilbrigðisþjónustu hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 15 mínútna ökufjarlægð að heiman. Hafirðu áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, en innan við 8 km radíus er að finna fjóra 18 holu golfvelli, s.s. Villamartin golfvöllinn, Campoamor Real Golf Klúbbinn, Las Ramblas golfvöllinn og Las Colinas völlinn. Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans. Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign!