Íbúð á Tenerife, Costa Adeje! Ekki missa af þessu tækifæri!
Æðisleg 187m2 lúxus íbúð með 2 svefnherbergjum með innbyggðum fataskápum, 2 fallegum baðherbergjum með tvöföldum vaski, sturtu og hita í gólfi. alrými með fallegu eldhúsi og stórri stofu sem labbað er út á 62m2 svalir sem snúa í suður með 22,8 m2 einkasundlaug með sjávarútsýni á besta stað á Tenerife, Costa Adeje. Íbúðin kemur með bílskúr og geymslurými, einnig er hægt að hlaða bæði bílana og rafmagnsfarartæki.
Íbúðin er staðsett ekki nema 13 mínútum frá vinsælu ameríkuströndinni og 7 mínútum frá æðislegum golfvellinum Abama Golf.
Tenerife er mjög vinsæll ferðastaður Íslendinga og er það alveg skiljanlegt, æðisleg eyja sem hefur margt upp á að bjóða, strendur útum allt, frábærir veitingastaðir í allar áttir, vatnagarðar, dýragarðar, stór og flott moll sem hægt er að versla sér allt sem maður þarf, einnig fyrir náttúrufólkið er nóg um af görðum sem hægt er að labba um eða hjóla og fjöll ekki svo langt frá sem hægt er að labba upp á.