Glæsilegt einbýlishús í bænum Dolores í Murcia héraði. Húsið er með 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og rúmgóðum þaksvölum með útieldhúsi, með eigninni fylgir einnig sundlaug og sér bílastæði inni á lóð.
Eignin verður afhend með fullbúnu eldhúsi með gæða heimilistækjum.
Húsið er staðsett í bænum Dolores de Pacheco, skammt frá eru bæirnir San Javier, Torre Pacheco og Los Alcázares þar sem alla þjónustu, s.s. heilsugæslu, skóla o.fl. er jafnframt að finna. Og hafirðu áhuga á að heimsækja hinar sögulegu borgir Murcia eða Cartagena, fara í Dos Mares verslunarmiðstöðina, á hinar annáluðu strandir Mar Menor eða á alþjóðlega flugvöllinn í Corvera þá ertu alltaf innan 30 mínútur að keyra þangað að heiman.
Einnig er stutt að fara á Roda golf, sem er glæsilegur 18 holu golfvöllur á sannkölluðum paradísar stað, þar sem náttúran fær að njóta sín, en auk golfíþróttarinnar hefur staðurinn uppá margt að bjóða eins og golfkennslu pro-verslun, leigu á golfbúnaði sem og klúbbhúsið þar sem hægt er að njóta góðs matar og drykkja á milli leikja.
Costa Cálida er kjörinn staður til að njóta einstakrar paradísar með öllum þeim menningar- og náttúruauð sem Murcia-héraðið hefur upp á að bjóða. Það er líka heimsklassa paradís fyrir íþróttaunnendur: Sjóíþróttir eða óendanlegt úrval af afþreyingu eins og sund, siglingar eða vatnsskíði, sem og landíþróttir, með valkosti sem eru allt frá tennis til gönguferða eða golfs.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa glæsilegu eign.