Þetta glæsilega einbýlishús er 119,32m2 að stærð með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum með hita í gólfum. Mjög rúmgott alrými með fullbúnu eldhúsi með gæða heimilistækjum, borðstofu og stofu en frá henni er hægt að ganga út í glæsilegan garðinn, en þar er að finna rúmgóða verönd og sundlaug auk bílastæðis inn á lóð. Eigninni fylgir einnig rúmlega 99m2 kjallari þar sem hægt væri að útbúa aukaherbergi, tómstundarherbergi, líkamsrækt, heimabíó eða janvel vínkjallara.
Erum með mikið úrval glæsilegra eigna á þessu svæði.
Þessar eignir seljast hratt svo ekki missa af þessu glæsilega tækifæri því þú átt það svo sannarlega skilið!
Í þessu stórglæsilega og metnaðarfulla íbúðarhverfi hefur verið hugað að öllum smáatriðum og gefst íbúum þar kostur á að njóta þess að vera á „ströndinni“ allt í kringum vatnið, snæða á sælkera veitingastöðum og hafa aðgang að fjölbreyttri hágæða íþróttaaðstöðu.... svo eitthvað sé nefnt.
Skammt frá eru bæirnir Torre Pacheco og Los Alcázares þar sem alla þjónustu, s.s. heilsugæslu, skóla o.fl. er jafnframt að finna. Og hafirðu áhuga á að heimsækja hinar sögulegu borgir Murcia eða Cartagena, fara í Dos Mares verslunarmiðstöðina, á hinar annáluðu strandir Mar Menor eða á alþjóðlega flugvöllinn í Corvera þá ertu alltaf innan 20 mínútur að keyra þangað að heiman.
Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar!