Vel skipulagt einbýlishús í bænum San Pedro del Pinatar sem tilheyrir Murcia héraði. Húsið sem er 97,80m2 er með 3 svefnherbergjum með innbyggðum fataskápum og 2 baðherbergjum. Rúmgott og bjart alrými með fullbúnu eldhúsi með gæða heimilistækjum og stofu, en þaðan er gengið út í fallegan garð með sér sundlaug. Einnig fylgir eigninni sér bílastæði inn á lóð.
San Pedro del Pinatar er hefðbundinn Spænskur bær á Costa Cálida ströndinni, þaðan ertu aðeins um 30 mínútur að keyra flugvöllinn í Murcia og 50 mínútur á flugvöllinn í Alicante. Bærinn býður upp á allskyns afþreyingu og alla nauðsinlega þjónustu s.s. matvöruverslun, heilsugæslu, apótek og skóla og er því staðsetningin tilvalin hvort sem er til langtíma eða skammtíma dvalar.
Í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð er að finna El Palmeral De Roda golf, glæsilegan 18 holu golfvöll, einnig er ströndin ekki langt undan.
Costa Cálida er kjörinn staður til að njóta einstakrar paradísar með öllum þeim menningar- og náttúruauð sem Murcia-héraðið hefur upp á að bjóða. Það er líka heimsklassa paradís fyrir íþróttaunnendur: Sjóíþróttir eða óendanlegt úrval af afþreyingu eins og sund, siglingar eða vatnsskíði, sem og landíþróttir, með valkosti sem eru allt frá tennis til gönguferða eða golfs.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa glæsilegu eign.