Falleg raðhús á einni hæð í rólegu hverfi í San Javier í Murcia héraði.
Eignin er með 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og glæsilegum stórum þaksvölum með útieldhúsi, einnig fylgir sér sundlaug og bílastæði inn á lóð. Gæða heimilistæki fylgja einnig með.
Bjóðum líka upp á raðhús með 3 svefnherbergjum á þessu sama svæði.
San Javier er fullkominn staður til að njóta sólarinnar, glæsileg ströndin við Mar Menor er skammt undan þar er tilvalið er að fá sér langan göngutúr á ströndinni, skella sér í sjóinn eða setjast niður á veitingahús og hlusta á sjávariðinn og gæða sér á girnilegum tapas réttum.
Fyrir golfáhugamenn er kjörið að skella sér golf á einum af þeim fjölmörgu golfvöllum í nágrenninu eða jafnvel njóta náttúrunnar en ótal almenningsgarðar eru í göngufæri.
Endilega hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um þessa glæsilegu eign!