Mjög fallegt einbýlishús í hinum einstaka bæ Calasparra sem er að finna í fjöllunum í norður Murcia héraði.
Húsið er stendur á um 1000m2 lóð og er með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum. Mjög bjart og rúmgott alrými með fullbúnu eldhúsi með gæða heimilistækjum, borðstofu og stofu þaðan sem hægt er að ganga út í stóran garð með sér sundlaug og bílastæði innan lóðar.
Í næsta nágrenni er að finna alla nauðsynlega þjónustu og afþreyingu, þar sem finna má mikið úrval veitingahúsa, matvöruverslana o.fl.
Það sem gerir þessa eign einstaka er ekki síst staðsetning hennar, en hana er að finna í einu fallegasta náttúrusvæði Spánar. Hér ertu í miðju vínræktunarhéraði, umvafin stórkostlegu fjallendi, í hjarta rótgróinnar spænskrar menningar.
Ef þú hefur áhuga á útivist s.s. göngum í fallegri náttúru, fljótasiglingum, að skoða minjar frá forsögulegum tíma o.fl þá er þetta staðurinn fyrir þig. Hér ertu í hjarta spænskrar menningar og aldrei verið auðveldara að læra tungumálið meðal innfæddra!
Ekki láta þetta frábæra tækifæri til að eignast glæsilegt einbýli á einstökum stað renna þér úr greipum.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar!