Frábærlega staðsett fyrir golfarann, 76,18 m2 raðhús með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, en það er alveg við golfvöllin í Altaona Golf and country Village. Mjög rúmgóðar 71 m2 þaksvalir og falleg verönd í afgirtum garði, einnig er aðgangur að stórum og fallegum sameiginlegum garði með huggulegri útiaðstöðu og afgirtri sundlaug.
Í 15 mín fjarlægð við hverfið finnurðu alla þjónustu í Murcia borg. En þar má finna alla þá hluti sem stórar alþjóðlegar evrópskar borgir hafa uppá að bjóða.
Bjóðum uppá mikið úrval einbýlishúsa í þessu hverfi. Hægt að fá eignina sérsniðna eftir óskum kaupanda.
Hafirðu áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, hvort sem þú villt spila heimavöllinn þinn Altaona Golf , eða reyna við aðra velli í nágrenninu, en 8 átján holu vellir eru í innan við 20 mínútna fjarlægð að heiman. Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis um 20 mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.
Glæsilegt nýtt hús í hverfi í uppbyggingu með mikla framtíðarmöguleika.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar!