Einstaklega fallegt einbýlishús á draumastað golfarans, en það er staðsett alveg við golfvöllinn Altaona golf and Country club, stórskemmtilegum 18 holu golfvelli rétt fyrir utan borgina Murcia.
Húsið sem er 287,06 m2 að stærð hefur 5 svefnherbergi, öll með rúmgóðum fataskápum og 5 baðherbergi með hita í gólfi, stórt alrími með stofu, borðstofu og eldhúsi þar sem hágæða heimilistæki fylgja eigninni. Í kjallara hússins er 166,69 m2 bílskúr og 3 stór herbergi sem hægt er að nýta sem vínkjallara, tómstundaherbergi eða heimabíó, auk þvottaherbergis. Glæsilegur garðurinn liggur svo alveg upp við golfvöllinn og er þar að finna 52 m2 sundlaug og mjög rúmgóða og falleg verönd á 1.000m2 lóð.
Í 15 mín fjarlægð við hverfið finnurðu alla þjónustu í Murcia borg. En þar má finna alla þá hluti sem stórar alþjóðlegar evrópskar borgir hafa uppá að bjóða.
Bjóðum uppá mikið úrval einbýlishúsa í þessu hverfi. Hægt að fá eignina sérsniðna eftir óskum kaupanda.
Hafirðu áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, hvort sem þú villt spila heimavöllinn þinn Altaona Golf , eða reyna við aðra velli í nágrenninu, en 8 átján holu vellir eru í innan við 20 mínútna fjarlægð að heiman. Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis um 20 mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.
Glæsilegt nýtt hús í hverfi í uppbyggingu með mikla framtíðarmöguleika.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar!