Þetta glæsilega tveggja hæða einbýlishús er staðsett aðeins 200 metrum frá ströndinni í bænum Vera, norður af Almería.
Þetta nútímalega og bjarta 125m2 einbýlishús er byggt í svokölluðum Miðjarðarhafs stíl, með stórum gluggum og því fær birtan algjörlega að njóta sín. Í húsinu eru 3 stór svefnherbergi með innbyggðum fataskápum, 3 baðherbergi og stóru alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu, þaðan sem hægt er hægt að ganga út á glæsilega verönd með stórri sundlaug og bílastæði. Einnig fylgir eigninni óinnréttaður kjallari þar sem hægt væri að útbúa auka herbergi, líkamsræktaraðstöðu, tómstundarherbergi eða vínkjallara.
Hér ertu nálægt allri nauðsynlegri þjónustu s.s. apóteki, heilsugæslu, matvöruverslunum sem og mikið úrval af glæsilegum veitingahúsum, kaffihúsum og börum.
Vera er skemmtilegur og líflegur bær sem státar af 10 km langri og breiðri strandlengju sem er á topp 10 yfir vinsælustu strandir náttúrunnenda og því mikið um fallegar gönguleiðir á svæðinu, bæði uppi í landi og á ströndinni.
Heillandi saga og mikið líf gerir bæinn að vinsælum ferðamanna stað og eru hátíðir og uppákomur algengar allan ársins hring.
Endilega hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um þessa glæsilegu eign.