Glæsilegt einbýlishús við holu 10 á Villamartin Golfvellinum - er eign í sérflokki sem m.a. er með einka aðgang að golfvellinum. Þú getur því keyrt beint keyrt út af sérstakri golfbíla bílageymslu á lóðinni þinni út á golfvöllinn. Þægilegra gerist það ekki. Þessi einstaka lúxuseign, er með 5 einstaklega stór svefnherbergi, og hvert og eitt þeirra er með einka baðherbergi, en auk þess eru 2 gestabaðherbergi í húsinu. Glæsilegt eldhús og gríðarlega stór stofa eru hjarta hússins, þaðan sem útsýni er jafnt út á golfvöllinn, út í einstaklega fallegan og gróinn garðinn eða á sundlauga og fjölskyldusvæðið. Innréttingar og heimilistæki eru hágæðavara og ekkert til sparað í glæsileika og gæðum, þar sem innangengt er t.d. úr tvöföldum bílskúr, hitakerfi er í öllu húsinu, loftkæling í herbergjum o.fl o.fl. Húsið er staðsett í einni fallegustu götunni á Orihuela Costa, í kyrrð og ró innan um góða nágranna, en þó í innan við 5 mín göngufjarlægð frá veitingastöðum, apóteki, litlum súpermarkaði og ýmiskonar þjónustu. Sannkallaður sælustaður þar sem þú getur notið óviðjafnanlegs útsýnis úr öllum rýmum hússins, og notið blíðrar náttúrunnar í þinni eigin paradís. Við mælum sannarlega með að þú bókir hjá okkur skoðun til að sjá húsið með eigin augum.
Hafðu samband við okkur til að kynnast betur þessari einstöku eign!