Falleg íbúð sem er tilbúið til afhendingar og fullbúið húsgögnum á flottum stað í Villamartín, vinsælu íbúðarhverfi. Villamartín býður uppá alla nauðsynlega þjónustu, eins og matvöruverslanir, banka, apótek, heilsugæsla og frábærann skóla. Íbúðin er 93 m2 með 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og opnu eldhúsi með fallegri og rúmgóðri stofu sem gengið er út á flottar svalir sem snúa í suður með útsýni yfir sameiginlegan garð.
Glæsileg eign á frábærum stað, ekki láta þessa fram hjá þér fara!
Hér ertu nálægt allri þeirri þjónustu sem hugsast getur, stutt er í matvöruverslanir, apótek, veitingastaði og bari. Auk þess að vera aðeins nokkra mínútur frá golf vellinum Villamartin Golf. Í 15 mínútna fjarlægð er svo hinn spennandi og alþjóðlegi miðbær Torrevieja, 4 aðrir golfvellir, hinar þekktu verslunarmiðstöðvar "Habaneras" og La "Zenia Boulevard", frábært úrval veitingastaða, bara og kaffihúsa, vatnsrennibrautargarður sem og tvö heimsklassa sjúkrahús og mikið úrval hágæða spænskra sem og alþjóðlegra skóla.
Og fyrir sólarunnendur þá ertu á svæði sem bíður uppá kílómetra langar strandir sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans. Þessi eign er frábærlega staðsett hvort sem er til langtíma eða skammtíma dvalar.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign!