Einstaklega falleg og vönduð íbúð aðeins 250 metrum frá ströndinni í líflegu borginni Torrevieja og öll nauðsynleg þjónusta og afþreying s.s. matvöruverslanir, veitingahús, barir, bankar og apótek í göngufæri, að auki er ekki nema 10 mín keyrsla í verslunarmiðstöðvarnar Habaneras og Zenia Boulevard.
Íbúðin sem um ræðir er með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum og rúmgóðs alrýmis með eldhúsi og stofu en þaðan er gengið út á svalir sem snúa í suður. Einnig fylgja íbúðinni sér þaksvalir sem og aðgangur að sameiginlegri sundlaug á þaki hússins.
Stutt er jafnframt að rölta til hafnarinnar í Torrevieja, en þar má meðal annars finna glæsilega veitingastaði, tívoli, báta, sæþotu leigur og kafbátasafnið í Torrevieja. Ekki sakar að tylla sér niður á rúmgóða verönd eins hinna fjölmörgu veitingastaða eða bara sem eru við höfnina og njóta þar síns uppáhalds kokteils í góðum félagsskap - með óhindrað útsýni til sjávar þar sem milt veðurlagið gerir alla daga að góðum dögum.
Fyrir náttúru unnendur er jafnframt vinsælt að labba eða hjóla meðfram hinum frægu salt vötnum Torrevieja/La Mata, heimili hinna bleiku flamingo fugla og njóta þar fjölbreyttrar og fallegrar náttúru og lífríkis. Auk þess er ekki úr vegi að rölta á björtu síðdegi meðfram Playa les Ortigues ströndinni sem liggur milli Torrevieja og strandbæjarins Guardamar, en þessi strönd er verndað náttúrusvæði þar sem hinn einstaklega hlýja og ósnortna náttúra Miðjarðarhafsins fær að njóta sín. Strandlengja þar sem sandhólar, náttúrulegur gróður og dýraríki ráða ríkjum, að ógleymdir heilbrigðisþjónustu hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 10 mínútna ökufjarlægð að heiman.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign!