Þennan einstaklega vel staðsetta íbúðarkjarna er að finna í fallega strandbænum Santa Pola í einungis 20 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli. Um er að ræða íbúðir af mismunandi stærð, eða frá 120 til 200 m2, með möguleika á einka bílskúr og kjallara. Allar íbúðirnar eru með 3 svefnherbergjum, sólarþaki og sjávarútsýni og 2 til 3 baðherbergi.
Staðsetning íbúðarbyggðarinnar er óviðjafnanleg, staðsett í kjarna bæjarins með alla þjónustu innan seilingar og einungis 150 metra frá Levante ströndinni, þangað sem glæsilegt útsýni er jafnframt að heiman. Þar að auki er nýleg verslunar- og þjónustumiðstöð í 50 metra fjarlægð, þar sem m.a. má finna líkamsræktarstöð, bíó, verslanir og matvörubúð.
Hvort sem þú ert að leyta að 2-3 herbergja íbúð á einni hæð, raðhúsi eða þakíbúð, með aðgang að glæsilegu sundlaugarsvæði og með útsýni til sjávar, þá finnur þú eignina þína hér.
Hafðu samband við okkur og fáðu frekari upplýsingar!