Þennan einstaklega vel staðsetta íbúðarkjarna er að finna í fallega strandbænum Santa Pola í einungis 20 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli. Hérna bjóðum við upp á fjölbreytt úrval eigna, sem eru á bilinu 100 til 150 m2 að stærð auk þess möguleika að kaupa einka bílskúr og auka geymslu með öllum eignum, fyrir þá sem þess óska.
Staðsetning Villa Mediterraneo byggðarinnar er óviðjafnanleg, en auk þess að vera staðsett í kjarna bæjarins með alla þjónustu innan seilingar eru einungis 150 metrar niður að Levante ströndinni, þangað sem glæsilegt útsýni er jafnframt að heiman. Þar að auki er nýleg verslunar- og þjónustumiðstöð í 50 metra fjarlægð, þar sem m.a. má finna líkamsræktarstöð, bíó, verslanir og matvörubúð.
Hvort sem þú ert að leyta að 2-3 herbergja íbúð á einni hæð, raðhúsi eða þakíbúð, með aðgang að glæsilegu sundlaugarsvæði og með útsýni til sjávar, þá finnur þú eignina þína hér.
Hafðu samband við okkur og fáðu frekari upplýsingar!