Þetta glæsilega parhús er að finna í hjarta San Miguel de Salinas , fallegur spænskur bær með mikið líf allt árið um kring.
Húsið sem er 147 m2 að innan, er með 3 rúmgóðum svefnherbergjum og 3 baðherbergjum, um 55m2 af þaksvölum með stórkostlegu útsýni og sól allan daginn. Eigninni fylgja húsgögn og heimilistæki.
Eignin var tekin í gegn árið 2018 og er í einstaklega góðu ásigkomulagi
Bjóðum líka uppá að kaupa bílastæðapláss.
Hér ertu nálægt allri þjónustu sem hugsast getur, stutt er í veitingastaði, súpermarkaði, almenningssamgöngur o.fl. Auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin skammt frá, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði, að ógleymdir heilbrigðisþjónustu hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 15 mínútna ökufjarlægð að heiman.
Hafirðu áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, en innan við 8 km radíus er að finna fjóra 18 holu golfvelli, s.s. Villamartin golfvöllinn, Campoamor Real Golf Klúbbinn, Las Ramblas golfvöllinn og Las Colinas völlinn.
Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar!