Perla Investments kynnir með stolti glæsilegar nýjar íbúðir í einstaklega fallegum íbúðarkjarna í bænum San Miguel de Salinas.
Íbúðin sem um ræðir er með 2 rúmgóðum svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Rúmgott og bjart alrými með eldhúsi og stofu er í íbúðinni og þaðan er gengið er út á einstaklega glæsilegar og rúmgóðar svalir með frábæru útsýni.
Þessi einstaklega vel hannaði íbúðarkjarni er staðsettur í San Miguel de Salinas, hefur hann að geyma 2 sundlaugar, þar af eina barnalaug, íþróttaaðstöðu, leiksvæði fyrir börn, bílastæðakjallara svo fátt eitt sé nefnt.
búðirnar eru frábærlega staðsettar en þær eru í göngu færi við leik- og grunnskóla, matvöruverslanir, apótek, heilsugæslu, veitingastaði og margt fleira og því tilvaldar til langstíma eða skammtíma dvalar.
Bjóðum einnig upp á 3 svefnherbergja íbúðir í þessum glæsilega íbúðarkjarna.
Auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin skammt frá, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði, að ógleymdri heilbrigðisþjónustu hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 15 mínútna ökufjarlægð að heiman.
Hafirðu áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, en innan við 8 km radíus er að finna fjóra 18 holu golfvelli, s.s. Villamartin golfvöllinn, Campoamor Real Golf Klúbbinn, Las Ramblas golfvöllinn og Las Colinas völlinn.
Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri!