Einstök neðri hæð í San Miguel
Við bjóðum upp á þessa fallegu 2 svefnherbergja neðri hæð staðsetta er í San Miguel. Þessi bjarta og rúmgóða íbúð er fullkomin fyrir þá sem leita að ró og friði, en eru samt nálægt allri þeirri lífsgleði og spænsku menningu sem San Miguel hefur upp á að bjóða.
Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur áhuga, þessi fallega eign mun ekki vonsvikja þig.+
Hér ertu nálægt allri þjónustu sem hugsast getur, veitingastaðir, súpermarkaðir, almenningssamgöngur o.fl. allt í göngufæri.
Auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin skammt frá, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði, að ógleymdir heilbrigðisþjónustu hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 15 mínútna ökufjarlægð að heiman.
Hafirðu áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, en innan við 8 km radíus er að finna fjóra 18 holu golfvelli, s.s. Villamartin golfvöllinn, Campoamor Real Golf Klúbbinn, Las Ramblas golfvöllinn og Las Colinas völlinn.
Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign!