Stórfenglegt einbýlishús í skemmtilega og hefðbundna Spænska bænum Rojales. Húsið sem er á þremur hæðum er 192,8m2 að stærð auk 80m2 bílskúrs í kjallara. Í húsinu eru 4 mjög rúmgóð svefnherbergi með innbyggðum skápum, 4 baðherbergi, þvottahús, geymsla og glæsilegur garður með stórri sundlaug og verönd.
Rojales er hefðbundin Spænskur bær suður af Alicante, u.þ.b. 40 mín frá flugvellinum. Þar er kjörið að ganga meðfram ánni Rio Segura sem liggur þvert í gegnum bæinn og njóta mannlífsins á einu af mörgum kaffihúsum í bænum. Einnig er stutt að fara í bæina Ciudad Quesada og Benijófar, en þar er að finna mikið úrval veitingastaða, verslana og allskyns afþreyingu fyrir allan aldurshóp s.s. Go-Kart, vatnsleikjagarð, mini golf, keiluhöll og fleira og fleira.
Fyrir golfáhugafólkið þá er hinn glæsilegi 18 holu golfvöllur, La Marquesa sem einmitt tilheyrir Rojales aðeins um 3 mínútur frá og að auki eru 8 aðrir 18 holu golfvellir í um 20 mínútna fjarlægð.
Fyrir náttúruunnendur eru fjölmargar náttúruperlur allt í kring um bæinn og má þar meðal annars nefna Saltvötnin í Torrevieja og náttúruverndarsvæðið El Recorral þar sem vinsælt er að fara í lautarferð og fylgjast með iðandi fuglalífinu eða skella sér í göngutúr á þeim ótal gönguleiðum á svæðinu.
Innan við 10 mín akstur er svo að finna hina 11 kílómetra löngu gullnu strandlengju við Guardamar del Segura sem fengið hefur vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans, auk þess sem Torrevieja er stutt frá. Svo er einnig stutt í verslunarmiðstöðvarnar Habaneras og La Zenia og aðeins 35 mínútur frá flugvellinum í Alicante.
Endilega hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um þessa glæsilegu eign!