Glæsilegt bjart raðhús á tveimur hæðum í Rojales. Húsið er 95,45m2 með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum með hita í gólfum, fullbúnu eldhúsi með heimilistækjum og rúmgóðri og bjartri stofu þaðan sem gengið er út í glæsilegan lokaðan garð með sér bílastæði inná lóð. Möguleiki er að bæta við sundlaug og þaksvölum sé þess óskað.
Bjóðum upp á mikið úrval eigna á þessu svæði.
Rojales er hefðbundin Spænskur bær suður af Alicante, u.þ.b. 40 mín frá flugvellinum. Þar er kjörið að ganga meðfram ánni Rio Segura sem liggur þvert í gegnum bæinn og njóta mannlífsins á einu af mörgum kaffi húsum í bænum. Einnig er stutt að fara í bæina Ciudad Quesada og Benijófar, en þar er að finna mikið úrval veitingastaða, verslana og allskyns afþreyingu fyrir allan aldurshóp s.s. Go-Kart, vatnsleikjagarð, mini golf, keiluhöll og fleira og fleira.
Fyrir golfáhugafólkið þá er hinn glæsilegi 18 holu golfvöllur, La Marquesa sem einmitt tilheyrir Rojales aðeins um 3 mínútur frá og að auki eru 8 aðrir 18 holu golfvellir í um 20 mínútna fjarlægð.
Fyrir náttúruunnendur eru fjölmargar náttúruperlur allt í kring um bæinn og má þar meðal annars nefna Saltvötnin í Torrevieja og náttúruverndarsvæðið El Recorral þar sem vinsælt er að fara í lautarferð og fylgjast með iðandi fuglalífinu eða skella sér í göngutúr á þeim ótal gönguleiðum á svæðinu.
Innan við 10 mín akstur er svo að finna hina 11 kílómetra löngu gullnu strandlengju við Guardamar del Segura sem fengið hefur vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans, auk þess sem Torrevieja er stutt frá. Svo er einnig stutt í verslunarmiðstöðvarnar Habaneras og Zenia Boulevard.
Endilega hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um þessa glæsilegu eign!