Þetta stórglæsilega einbýlishús er staðsett alveg við golfvöllinn Roda Golf í Murcia héraði og er því tilvalið fyrir golf áhuga fólk. Húsið sem er á tveimur hæðum er með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum með hita í gólfum. Eldhús og stofa eru í glæsilegu sameiginlegu alrými en þaðan er hægt að ganga út í fallegan garð með verönd og sér sundlaug, einnig fylgja rúmgóðar þaksvalir með eigninni.
Roda golf er glæsilegur 18 holu golfvöllur á sannkölluðum paradísar stað, þar sem náttúran fær að njóta sín, en auk golfíþróttarinnar hefur staðurinn uppá margt að bjóða eins og golfkennslu pro-verslun, leigu á golfbúnaði sem og klúbbhúsið þar sem hægt er að njóta góðs matar og drykkja á milli leikja. Einnig er ströndin ekki langt undan og því er þessi staður tilvalin, hvort sem til langstíma eða skammtíma dvalar.
Costa Cálida er kjörinn staður til að njóta einstakrar paradísar með öllum þeim menningar- og náttúruauð sem Murcia-héraðið hefur upp á að bjóða. Það er líka heimsklassa paradís fyrir íþróttaunnendur: Sjóíþróttir eða óendanlegt úrval af afþreyingu eins og sund, siglingar eða vatnsskíði, sem og landíþróttir, með valkosti sem eru allt frá tennis til gönguferða eða golfs.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa glæsilegu eign.