Perla Investments kynnir nýjar lúxus íbúðir á Playa Flamenca, í göngufæri frá glæsilegu Costa Blanca ströndinni.
Íbúðin sem um ræðir er á jarðhæð, 75,88m2 og með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum með hita í gólfi. Íbúðinni fylgja glæsilegar svalir og aðgangur að glæsilegum af girtum sameiginlegum garði, en í honum er að finna stóra sundlaug, leiksvæði fyrir börn, græn svæði sem eru tilvalin til að njóta sólarinnar sem skín í allt að 300 daga á ári og líkamsræktaraðstöðu með sauna. Einnig fylgir sérbílastæði í bílakjallara.
Íbúðin skilast fullbúin með húsgögnum og heimilistækjum svo það eina sem þar að koma með eru sundföt og góða skapið.
Hér ertu nálægt allri þjónustu sem hugsast getur, stutt er í matvöruverslanir, apótek og veitingastaði í nærliggjandi þorpum, þú ert aðeins um 8 mínútur frá hinum fræga Villamartín Golfvelli og 5 mínútur lappandi eru í La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina. Og fyrir strandunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínúta fjarlægð frá kílómetra löngum breiðum fín sendnum ströndum.
Bjóðum upp á mjög gott úrval eigna í þessari sömu íbúðabyggingu. Þessi eign er frábærlega staðsett til hvort sem er, langtíma eða skammtíma dvalar.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign!