Þessi stílhreina 2 herbergja íbúð er staðsett í glæsilegri nýrri íbúðarþyrpingu í Playa Flamenca hverfinu fræga.
Eignin sem er 101m2 að stærð er með 2 rúmgóðum svefnherbergjum, 2 baðherbergi og huggulegum 22m2 stórum garði. Hún tilheyrir einstakri íbúðarbyggð þar sem sameiginlegt sundlaugar svæði, SPA, líkamsræktarstöð, útiíþróttasvæði og leiksvæði fyrir krakka er að finna á fallega grónu sameiginlegu svæði.
Hér ertu nálægt allri þjónustu sem hugsast getur, stutt er í matvöruverslanir, apótek og veitingastaði í nærliggjandi þorpum, þú ert aðeins um 8 mínútur frá hinum fræga Villamartín Golfvelli og 5 mínútur lappandi eru í La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina. Og fyrir strandunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínúta fjarlægð frá kílómetra löngum breiðum fín sendnum ströndum.
Bjóðum líka uppá í þessari sömu íbúðabyggingu mikið úrval af 2 og 3 herbergja íbúðum. Þessi eign er frábærlega staðsett til hvort sem er, langtíma eða skammtíma dvalar.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign!