Glæsilegar hágæða íbúðir staðsettar í Pilar de la Horadada, um 40 mínútur suður af Alicante. Eignin sem um ræðir er 74,6 m2 að stærð með 2 svefnherbergjum með innbyggðum skápum og 2 baðherbergjum með hita í gólfi, einnig fylgja hágæða heimilistæki í eldhúsi, þvottavél í þvottahúsi og 50,1 m2 aflokaður garður með bílastæði innan lóðar.
Íbúðin er í nýjum litlum og rólegum íbúðarkjarna með sameiginlegri sundlaug og hjólageymslu. Hér ertu nálægt allri þjónustu sem hugsast getur, stutt er í matvöruverslun, apótek, veitingastaði í miðbæ Pilar de la Horadada, og innan við 20 mínútna fjarlægð frá átta golfvöllum og hinni þekktu verslunarmiðstöð Zenia Boulevard svo eitthvað sé nefnt.
Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans. Þessi eign er frábærlega staðsett, hvort sem er til langtíma eða skammtíma dvalar.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign!