Dásamlega fallegt lúxus einbýlishús á tveimur hæðum nýju hverfi í Lo Romero Golf sem heitir Orange Valley, ótrúlega fallegt hverfi rétt við golfvöllinn. Húsið er 126m2 með 3 svefnherbergjum, 4 baðherbergjum, stórri stofu með fallegu eldhúsi og stofu sem útgengt er á stóra verönd allt að 263m2 stærð með einkasundlaug einnig eru 46,55m2 þaksvalir þar sem hægt er að sóla sig í allt að 300 daga á ári.
Lo Romero golfvöllurinn er glæsilegur og vinsæll 18 holu golfvöllur rétt sunnan við Torrevieja, betur þekktur sem „golfeyjan“ og státar af frábærri aðstöðu til golfíþrótta og friðsælli nótt þar sem litríkir fuglar og íkornar setja svip sinn á umhverfið.
Hér er stutt í alla þjónustu sem hægt er að hugsa sér, eins og matvöruverslun, apótek, heilsugæslu, skóla, veitingastaði og miðbæ Pilar de la Horadada og í innan við 20 mínútna fjarlægð frá hinni frægu verslunarmiðstöð Zenia Boulevard svo eitthvað sé nefnt.
Þessi staðsetning er mjög hentug fyrir annað hvort lengri eða skemmri dvöl.
Og fyrir sólarunnendur, þá ertu aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá kílómetra löngum ströndum sem hafa verið vottaðar af Evrópusambandinu fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláfánans.
Ekki hika við að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign.