Þetta glæsilega hús er staðsett alveg við vinsæla 18 holu golfvöllinn Lo Romero, húsið sem er á tveimur hæðum er með 3 mjög rúmgóðum svefnherbergjum með stórum innbyggðum fataskápum og 4 baðherbergjum. Stórt og bjart alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu en þaðan er gengið út í fallegan garð með stórri verönd með útsýni yfir golfvöllinn. Sér sundlaug fylgir húsinu sem og sér bílastæði inn á lóð og rúmgóðum svölum á efri hæð með glæsilegu útsýni.
Fullkomin eign fyrir golfáhugamanninn.
Lo Romero golfvöllurinn er glæsilegur og vinsæll 18 holu golfvöllur rétt sunnan við Torrevieja, betur þekktur undir nafninu „golf eyjan“ og státar af frábærri aðstöðu til golfiðkunar og íðilfagurri náttúru þar sem fagur litaðir fuglar og íkornar setja svip sinn á umhverfið.
Hér ertu nálægt allri þjónustu sem hugsast getur s.s. matvöruverslun, apótek, heilsugæslu, skóla, veitingastaði og miðbæ Pilar de la Horadada, og innan við 20 mínútna fjarlægð frá hinni þekktu verslunarmiðstöð Zenia Boulevard svo eitthvað sé nefnt.
Þessi staðsetningar hentar mjög vel hvort sem er til langtíma eða skammtíma dvalar.
Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínútna fjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign!