Glæsilegt einbýlishús í lokuðum íbúðarkjarna á besta stað í Pilar de La Horadada. Húsið sem er á tveimur hæðum er með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum, stóru og björtu alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu auk 88,23m2 bílskúrs í kjallara hússins. Stórar svalir eru á annarri hæðinni þaðan sem útsýnið er alls ekki af verri endanum en þaðan sést til sjávar og yfir hin frægu salt vötn Torrevieja, sem skipta gjarnan litum og bjóða upp á mikið og fallegt sjónarspil og á neðri hæðinni er stór sér garður með gervigrasi en í honum er að finna rúmgóða verönd og sér sundlaug.
Í 10 mínútna fjarlægð eru 5 golfvellir, 2 verslunarmiðstöðvar, frábært úrval veitingastaða, bara og kaffihúsa, vatnsrennibrautargarður sem og tvö heimsklassa sjúkrahús og mikið úrval hágæða spænskra sem og alþjóðlegra skóla.
Þessi eign er frábærlega staðsett til, hvort sem er, langtíma eða skammtíma dvalar.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign!