Vandlega hannaðar og vel útfærðar öryggisíbúðir nálægt ströndinni í Mil Palmeras, sunnan við Alicante borg.
Íbúðin sem um ræðir er með tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Bjart og rúmgott alrými með eldhúsi og stofu og er þaðan er gengið út á svalir með fallegu útsýni. Íbúðin er útbúin öryggishnappi þar sem 24 tíma öryggisþjónusta fylgir íbúðunum og því geta viðbragðsaðilar brugðist hratt og örugglega við þegar á þarf að halda. Einnig fylgir sér bílastæði í bílakjallara með íbúðunum.
Einnig eru til sölu í þessari glæsilegu íbúðarbyggingu íbúðir sem sérsaklega eru hannaðar fyrir fólk í hjólastólum eða með skerta hreyfi getu.
Þessar íbúðir er hægt að fá afhentar fullbúnar með húsgögnum og heimilistækjum gegn vægu gjaldi og því hægt að byrja strax að njóta þegar flutt er inn.
Sameiginlega aðstaða er einnig til fyrirmyndar en þar er til að mynda sameiginleg setustofa, líkamsræktunaraðastaða, bæði inni og utandyra, aðstaða til sjúkraþjálfunar, aðstaða fyrir snyrtifræðinga og hárgreiðslufólk, sundlaug og margt fleira.
Erum einnig með íbúðir með 1 svefnherbergi til sölu í þessari fallegu íbúðarbyggingu.
Skammt frá er svo að finna, heilsugæslu, golfvelli, mikið úrval veitingastaðaapótek og matvöruverslanir. Auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin í einungis nokkurra mínútna ökufjarlægð, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði.
Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar um þessa fallegu eign, þá skaltu endilega hafa samband við okkur!