Mjög skemmtileg 72,86m2 íbúð með rúmgóðum svölum í nýjum íbúðarkjarna í Mil Palmeras, sunnan við Alicante.
3 svefnherbergi eru í íbúðinni og 2 baðherbergi, aðgangur að glæsilegum sameiginlegum garði með 2 stórum sundlaugum og rúmgóðu svæði til að njóta sólarinnar sem skín í allt að 300 daga á ári. Að auki er ströndin skammt frá og er þetta sannarlega eign fyrir þá sem njóta þess að vera sem mest á ströndinni.
Skammt frá er svo alla nauðsynlega þjónustu að finna, skóla, heilsugæslu, golfvelli, mikið úrval veitingastaða, að ógleymdu næturlífinu. Auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin í einungis nokkura mínútna ökufjarlægð, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði, að ógleymdir heilbrigðisþjónustu hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 15 mínútna ökufjarlægð að heiman
Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar um þessa fallegu eign, sem er í einungis nokkura mínútna labbi frá ströndinni, þá skaltu endilega hafa samband við okkur!