Þetta glæsilega og nútímalega einbýlishús býður uppá 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, solarium með stórkostlegu útsýni yfir Torrevieja saltvötnin frægu og einkabílastæði inni á lóð, allt í 112,85m2. Auk þess sem hægt er að fá, á góðu verði, fallega sundlaug í garðinum.
Við bjóðum líka uppá eignir í sama íbúðakjarna með stórum garði.
Í innan við 10 mínútna fjarlægð er svo hinn spennandi og alþjóðlega borg Torrevieja, 5 golfvellir, 2 verslunarmiðstöðvar, frábært úrval veitingastaða og kaffihúsa, vatnsrennibrautagarður sem og tvö heimsklassa sjúkrahús og mikið úrval hágæða spænskra sem og alþjóðlegra skóla. Að ógleymdu nýju tónlistarhúsi Torrevieja þar sem að öllu jöfnu má finna fjölbreytt úrval viðburða ár hvert.
Fyrir náttúru unnendur er vinsælt að labba eða hjóla meðfram hinum áður nefndu salt vötnum, sem eru í 15 mínútna göngufæri frá þessari glæsilegu eign, heimili hinna bleiku flamenco fugla og njóta þar fjölbreyttrar og fallegrar náttúru og lífríkis.
Ekki hika við að hafa samband til að fá frekari upplýsingar!