Þessi glæsilega íbúð er staðsett á mjög vinsælu svæði á Costa Blanca strandlengjunni, þ.e. á milli Los Dolses og La Zenia hverfisins þaðan sem stutt er í alla þjónustu og glæsilega verslunarmiðstöðin Zenia Boulevard í þægilegri göngufjarlægð.
Íbúðin er 70,50 m2 að stærð með rúmgóðum 33,6m2 svölum, 2 baðherbergjum og 2 hjónaherbergis svítum, en úr öðru þeirra er útgengt út á glæsilegar svalirnar. Íbúðinni fylgir bílastæði í bílakjallara en jafnframt stendur eigendum til boða að kaupa sér einka bílskúr og/eða geymslu.
Íbúðarkjarnin sem íbúðin tilheyrir er einn sá glæsilegasti á svæðinu og þó víðar væri leitað, en á sameiginlegu svæði má meðal annars finna nokkrar sundlaugar, leiksvæði fyrir börn, líkamsrækt, sánu, o.fl. Hér hefur engu verið til sparað og sjón sögu ríkari.
Skammt er á 18 holu golfvöllinn Villamartin, þar sem njóta má óviðjafnanlegs útsýnis hvort sem er við að iðka golf íþróttina eða tylla sér á fallegan útsýnisbar og njóta þess að hlusta á fagurlitaða páfagaukana kvaka allan ársins hring.
Fyrir náttúru unnendur er jafnframt vinsælt að labba eða hjóla eftir vatnssíkinu "el canal" sem liggur skammt frá, en þar er að finna mikið fuglalíf og hægt að fara í skemmtilegar göngu- eða hjólaferðir meðfram skurðinum til nærliggjandi bæja, án þess að fara út á götu og alltaf umlukin fallegri náttúru, en jafnframt er stutt að fara til annara hverfa, hvort sem er á tveimur jafnfljótum, eða á farartæki s.s. í hverfið Los Altos, La Florida og Playa Flamenca. En það má segja að ekki sé meira en 10 mín létt labb til allra þessara hverfa.
Auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin skammt frá, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði, að ógleymdir heilbrigðisþjónustu hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 10 mínútna ökufjarlægð að heiman. Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkura mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.