Frábær íbúð á jarðhæð í Lomas de Cabo Roig
Perla Investments kynnir: 2 svefnherbergja íbúð á frábærum stað. Þessi rúmgóða íbúð er fullkomin fyrir þá sem leita að spænskri menningu, túrista menningu og öllum þeim þjónustum sem það býður upp á, með frábærum veitingastöðum í nágrenninu og ströndinni í göngufæri.
Í Lomas de Cabo Roig ertu nálægt allri þjónustu sem hugsast getur, stutt er í matvöruverslanir, apótek og veitingastaði í nærliggjandi þorpum, sem og þá ertu aðeins um 10 mínútur frá hinum fræga Las Colinas Golfvelli. Og fyrir strandunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínúta fjarlægð frá kílómetra löngum breiðum fín sendnum ströndum.
Hafirðu áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, en innan við 8 km radíus er að finna fjóra 18 holu golfvelli, s.s. Villamartin golfvöllinn, Campoamor Real Golf Klúbbinn, Las Ramblas golfvöllinn og Las Colinas völlinn.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign!