Vandlega hannað raðhús á mjög góðum stað í Las Filipinas hverfinu á Costa Blanca ströndinni. Eignin er 100,87m2 að stærð með 2 svefnherbergjum með innbyggðum fataskápum og 2 baðherbergjum. Bjart og rúmgott alrými með eldhúsi og stofu en þaðan er hægt að ganga út í glæsilegan garð með sér sundlaug. Einnig fylgja glæsilegar þaksvalir með útieldhúsi og sturtu.
Bjóðum einnig upp á eignir með 3 svefnherbergjum á sama stað.
Í göngufæri er hægt að sækja alla þjónustu og stutt að rölta á veitingastaði, kaffihús og bari auk þess sem að einkaskólar, bæði grunn,- og framhaldsskóli er í næsta nágrenni þar sem kennsla fer fram á ensku og spænsku.
Auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin skammt frá, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði, að ógleymdri heilbrigðisþjónustu hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 15 mínútna ökufjarlægð að heiman. Hafirðu áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, en innan við 4 km radíus er að finna fjóra 18 holu golfvelli, s.s. Villamartin golfvöllinn, Campoamor Real Golf Klúbbinn, Las Ramblas golfvöllinn og Las Colinas völlinn. Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um þetta frábæra tækifæri!