Staðsett í hinum einstaka Las Colinas golfvelli. Frábært fyrir golf- og náttúru unnendur.
Þessi glæsilega 133m2 íbúð á jarðhæð er með 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, rúmgóðum 56m2 svölum með glæstu útsýni yfir golfvollin og nærliggjandi náttúrusvæði og 133m2 sér garði.
Eigninni fylgir að sjálfsögðu aðgangur að sameiginlegu sundlaugasvæði, líkamsrækt og fallegum garði íbúðarkjarnans. Þeir sem þekkja til Las Colinas, 18 holu golfvallarins þekkja óviðjafnanlegt útsýnið frá íbúðarbyggðinni yfir íðilgrænar golfbrautir og mikilfenglegt skóglendi.
Þessi eign er í nálægð við klúbbhúsið og rúmgott æfingasvæðið, veitingastað, bar og SPA svo eitthvað sé nefnt.
Fyrir náttúru unnendur er jafnframt vinsælt að labba eða hjóla í Sierra de Escalona náttúruverndar svæðinu sem umkringir Las Colinas, en þar er að finna mikið náttúrulíf. Auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin skammt frá, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði, að ógleymdri heilbrigðisþjónustu hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 20 mínútna ökufjarlægð að heiman.
Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.
Endilega hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um þessa glæsilegu eign!