Einstaklega falleg og vönduð þakíbúð aðeins 700 metrum frá ströndinni í La Mata og öll nauðsynleg þjónusta og afþreying s.s. matvöruverslanir, veitingahús, barir og bankar í göngufæri, að auki er ekki nema 10 mín keyrsla í verslunarmiðstöðvarnar Habaneras
Íbúðin sem um ræðir er með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum og rúmgóðs alrýmis með eldhúsi og stofu en þaðan er gengið út á svalir sem snúa í suður. Flottar og stórar þaksvalir sem eru með sjávarútsýni og sól allt árið í kring, sameiginleg sundlaug í mjög flottum garði, leiksvæði fyrir börn, líkamsrækt og pottur eru einnig í boði!