Er draumurinn að búa á Spáni, njóta sólarinnar og spila golf þá er þetta eignin fyrir þig. Glæsileg parhús í skemmtilegu umhverfi í göngufæri við 18 holu golfvöllinn La Finca Resort á Costa Blanca.
Þessar glæsilegu eignir eru á 2 hæðum, 108,62m2 með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum með hita í gólfi. Stór verönd í sér garði og sundlaug og rúmgóðar svalir á efri hæð. Einnig er sér bílastæði á lóð.
Hægt er að fá þessa eign með kjallara þar sem kjörið væri að útbúa tómstundarherbergi, líkamsræktar aðstöðu eða vínkjallara.
Í næsta nágrenni við hverfið finnurðu alla nauðsynlega þjónustu í bænum Algorfa, s.s. veitingastaði, súpermarkaði, almenningssamgöngur o.fl. En auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin skammt frá, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði, að ógleymdri heilbrigðisþjónustu hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 15 mínútna ökufjarlægð að heiman.
Hafirðu áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, hvort sem þú villt spila á heimavellinum þínum La Finca, eða reyna við aðra velli í nágrenninu, en 8 átján holu vellir eru í innan við 20 mínútna fjarlægð að heiman. Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.
Endilega hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um þessa glæsilegu eign.