Glæsilegt 250m2 einbýlishús á frábærum stað rétt við golfvöllinn La Finca í Algorfa.
Húsið sem er á 3 hæðum hefur að geyma frábæra hjónasvítu með sér baðherbergi og svölum á efstu hæð hússins, á aðalhæðinni er svo bjart og rúmgott alrými með fullbúnu eldhúsi og stofu þaðan sem hægt er að ganga út á fallega verönd, einnig eru 2 svefnherbergi á hæðinni sem og 1 baðherbergi. Í kjallaranum er svo búið að útbúa glæsilegan vínkjallara en þar er einnig stórt svefnherbergi og baðherbergi. Með húsinu fylgir einnig sér sundlaug og bílastæði inn á lóð og auk þess er að aðgangur að sameiginlegri sundlaug.
Með eigninni fylgja húsgögn og heimilistæki. Húsið er kynnt með olíu, mjög hagstætt. Rektarkostnaður þessa hús verið í kringum 300€ á mánuði að meðaltali.
Gæði eignarinnar, staðsetning og nálægð við alla þjónustu gera eignina þína að hinum fullkomna áfangastað hvort sem er til skammtíma eða langtíma dvalar.
Í næsta nágrenni við hverfið finnurðu alla nauðsynlega þjónustu í bænum Algorfa, s.s. veitingastaði, súpermarkaði, almenningssamgöngur o.fl. En auk þess ertu í göngufæri við verslunarkjarna þar sem mikið er um veitingastaði og bari, Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin er líka skammt frá, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði, að ógleymdir heilbrigðisþjónustu hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 15 mínútna ökufjarlægð að heiman.
Hafirðu áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, hvort sem þú villt spila heimavöllinn þinn La Finca, eða reyna við aðra velli í nágrenninu, en 8 átján holu vellir eru í innan við 20 mínútna fjarlægð að heiman. Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar!