Dreymir þig um að búa á Spáni í fallegu húsi og í göngufæri við golfvöll? Þá er þetta eignin fyrir þig. Glæsilegt einbýlishús við hinn glæsilega 18 holu golfvöll á La Finca Resort.
Húsið er 133,61m2 með 3 svefnherbergjum með innbyggðum fataskápum og 2 baðherbergjum með hita í gólfi, en einnig er hægt að fá þetta hús með kjallara þar sem kjörið væri að útbúa tómstundarherbergi, líkamsræktar aðstöðu eða vínkjallara. Glæsilegur garður fylgir einnig eigninni sem og sundlaug og bílastæði inn á lóð.
Í næsta nágrenni við hverfið finnurðu alla nauðsynlega þjónustu í bænum Algorfa, s.s. veitingastaði, súpermarkaði, almenningssamgöngur o.fl. En auk þess er Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin skammt frá, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði, að ógleymdri heilbrigðisþjónustu hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 15 mínútna ökufjarlægð að heiman.
Hafirðu áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, hvort sem þú villt spila á heimavellinum þínum La Finca, eða reyna við aðra velli í nágrenninu, en 8 átján holu vellir eru í innan við 20 mínútna fjarlægð að heiman. Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fín sendnum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.
Endilega hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um þessa glæsilegu eign.