Þetta glæsilega hús er staðsett í líflega og skemmtilega bænum Dolores, suðvestan við Alicante.
Húsið sem er á tveimur hæðum er með 3 rúmgóðum svefnherbergja svítum sem allar eru með sér baðherbergi með gólfhita auk innbyggðum fataskápum, einnig er gesta salerni á aðalhæð. Bjart og mjög rúmgott alrými með fullbúnu eldhúsi með hágæða heimilistækjum, borðstofu og stofu. Fallegur garður fylgir eigninni ásamt rúmgóðri verönd, sundlaug og bílastæði innan lóðar.
Dolores er hefðbundinn skemmtilegur og líflegur bær og þar er finna alla nauðsynlega þjónustu og afþreyingu s.s. veitingastaði, matvöruverslanir og ótal margar gönguleiðir í fjölbreytilegri náttúru.
Í innan við 10 mín akstur er svo að finna hina 11 kílómetra löngu gullnu strandlengju við Guardamar del Segura sem fengið hefur vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans, auk þess sem Elche, þriðja stærsta borg Valencia héraðs skammt frá.
Endilega hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um þessa glæsilegu eign.