Glæsilegt bjart einbýlishús í Dehesa de Campoamor á Costa Blanca ströndinni.
Húsið er 246,65m2 að stærð og er á tveimur hæðum. Á aðalhæð hússins er 1 svefnherbergi og 2 baðherbergi, eldhús, borðstofa og stofa í björtu og rúmgóðu alrými þaðan sem gengið er út í glæsilegan garð með stórri sundlaug og sér bílastæði inn á lóð. Á annarri hæðinni er svo glæsileg hjónasvíta með sér baðherbergi og stóru fataherbergi, tvö önnur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Húsinu fylgja einnig stórar þaksvalir með glæsilegu útsýni.
Hér ertu nálægt allri þjónustu sem hugsast getur, stutt er í matvöruverslanir, apótek og veitingastaði í nærliggjandi þorpum, sem og þá ertu aðeins um 10 mínútur frá hinum fræga Las Colinas Golfvelli. Og fyrir strandunnendur þá ertu í einungis nokkurra mínúta fjarlægð frá kílómetra löngum breiðum fín sendnum ströndum.
Hafirðu áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, en innan við 8 km radíus er að finna fjóra 18 holu golfvelli, s.s. Villamartin golfvöllinn, Campoamor Real Golf Klúbbinn, Las Ramblas golfvöllinn og Las Colinas völlinn.
Vertu velkomin að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um þessa einstöku eign!