Frábær 73,00m2 íbúð í glæsilegri nýrri íbúðarbyggingu í skemmtilega bænum Benijófar. Í íbúðinni eru 2 mjög rúmgóð svefnherbergi með innbyggðum fataskápum og 2 baðherbergi. Með íbúðinni fylgir einnig aðgangur að glæsilegum sameiginlegum garði með sundlaug.
Einstaklega vel staðsett eign þar sem öll nauðsinleg þjónusta er í göngufæri svo sem, veitingastaðir, bankar, apótek, heilsugæsla, barir og skóli, sem gerir sem gerir þetta að fullkomnum stað til að finna nýtt heimili á Spáni hvort sem er til lengri eða skemmri tíma. Einnig er örstutt á glæsilega golfvöllinn La Marquesa, 18 holu golfvöll með allt til alls fyrir golfspilarann. Fyrir náttúruunnendur eru fjölmargar náttúruperlur allt í kring um bæinn og má þar meðal annars nefna Saltvötnin í Torrevieja og náttúruverndarsvæðið El Recorral þar sem vinsælt er að fara í lautarferð og fylgjast með iðandi fuglalífinu eða skella sér í göngutúr á þeim ótal gönguleiðum á svæðinu.
Innan við 10 mín akstur er svo að finna hina 11 kílómetra löngu gullnu strandlengju við Guardamar del Segura sem fengið hefur vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans, auk þess sem Torrevieja er stutt frá. Svo er einnig stutt í verslunarmiðstöðvarnar Habaneras og La Zenia og aðeins 30 mínútur frá flugvellinum í Alicante.
Endilega hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um þessa glæsilegu eign!