Þetta glæsilega raðhús er staðsett í rólegu hverfi fyrir ofan Benidorm, örstutt frá strönd og golfvelli.
Húsið sem um ræðir er með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum. Bjart og rúmgott alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu þaðan sem gengið er út í rúmgóðan sér garð, eigninni fylgja einnig stórar þaksvalir með frábæru útsýni og mjög rúmgóður kjallari þar sem hægt væri að útbúa heimaskrifstofu, líkamsrækt, tómstundaherbergi eða jafnvel vínkjallara. Eigninni fylgir loftkæling, þvottahús innan íbúðar og sér bílastæði inn á lóð þar sem búið er að gera ráð fyrir hleðslustöð.
Aðgangur að stórglæsilegum sameiginlegum garði með 2 sundlaugum, þar af einni barnalaug, grænum svæðum og leiksvæði fyrir börn fylgir einnig.
Glæsileg eign með töfrandi útsýni á frábærum stað nálægt skóla, matvöruverslun og annarri nauðsynlegri þjónustu og er því tilvalin hvort sem er til langtíma eða skammtíma dvalar.
Bjóðum viðskiptavinum okkar uppá úrval eigna í þessu glæsilega hverfi.
Mjög stutt er í allar áttir frá Finestrat, sem staðsettur er skammt frá Benidorm á norðurströnd Costa Blanca, hvort sem löngunin er í rólegt umhverfi eða skemmtanalífið í Benidorm þar sem um nokkurra mínútna akstur er þangað, einnig má finna Aqualandia, vatnsleikjagarðinn, Terra Mítica tívolíið, Terra Natura dýragarðinn og nokkra golfvelli þar í kring.
Einnig er dásamlegt að kíkja í gamla bæinn en hann hefur upp á allt það besta að bjóða í spænskri menningu, þar er óviðjafnanlegt að rölta um, bragða á matargerðalist heimamanna, já eða synda í tærum sjónum.
Endilega hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um þessa glæsilegu eign!