Þessa glæsilegu efri sérhæð í raðhúsi er að finna í bænum Finestrat, sem staðsettur er skammt frá Benidorm á norður strönd Costa Blanca. Bærinn hefur upp á allt það besta að bjóða í spænskri menningu, en þar er óviðjafnanlegt að rölta um gamla bæinn, bragða á matargerðalist heimamanna, já eða synda í tærum sjónum.
Eignin sem er 74,83m2 að stærð er með 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, virkilega rúmgóðu 85m2 sólarþaki og einka bílskúr. Hún er í hverfinu Sunny Hills og tilheyrir einstaklega fallegum íbúðarkjarna með glæsilegu sundlaugasvæði og fallega grónum garði.
Þrátt fyrir að tilheyra fallega bænum Finestrat er örstutt að skella sér til Benidorm, borgarinnar sem aldrei sefur og njóta þeirra fjölbreyttu afþreyingar sem þar er að finna. En Benidorm er vinsæll áfangastaður jafnt fjölskyldufólks sem og eldri borgara allan ársins hring, sem njóta veðurblíðunar á vel hirtum ströndum þar sem margt er hægt að gera sér til skemmtunar. T.d. má finna hinn vinsæla skemmtigarð "Terra Mítica" í útjaðri borgarinnar, dýragarð, vatnsrennubrautagarðinn Aqualandia, og mikið úrval golfvalla.
Hafðu endilega samband til að fá frekari upplýsingar!