Einstaklega falleg og björt efri sérhæð með stórum þaksvölum í Finestrat með útsýni til sjávar.
Íbúðin er 90m2 að stærð með 2 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og rúmgóðu alrými með eldhúsi og stofu þaðan sem gengið er út á mjög stóra verönd sem snýr í suður, að auki fylgja 90m2 þaksvalir með stórfenglegu útsýni til sjávar.
Aðgangur að stórglæsilegum sameiginlegum garði með sundlaug, líkamsrækt og grænum svæðum þar sem tilvalið er að njóta sólarinnar sem skín í meira en 300 daga á ári.
Glæsileg eign með töfrandi útsýni á frábærum stað nálægt skóla, matvöruverslun og annarri nauðsynlegri þjónustu og er því tilvalin hvort sem er til langtíma eða skammtíma dvalar.
Bjóðum viðskiptavinum okkar uppá úrval eigna í þessu glæsilega hverfi.
Mjög stutt er í allar áttir frá Finestrat, sem staðsettur er skammt frá Benidorm á norðurströnd Costa Blanca, hvort sem löngunin er í rólegt umhverfi eða skemmtanalífið í Benidorm þar sem um nokkurra mínútna akstur er þangað, einnig má finna Aqualandia, vatnsleikjagarðinn, Terra Mítica tívolíið, Terra Natura dýragarðinn og nokkra golfvelli þar í kring.
Einnig er dásamlegt að kíkja í gamla bæinn en hann hefur upp á allt það besta að bjóða í spænskri menningu, þar er óviðjafnanlegt að rölta um, bragða á matargerðalist heimamanna, já eða synda í tærum sjónum.
Endilega hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um þessa glæsilegu eign!